Duo Jansen/Jüssi

Duo Jansen/Jussi

Með rætur í Norrænni hefð en samt óhrædd við að nýja straum og stefnur, Duo Jansen/Jüssi bjóða upp á kraftmikla danstónlist svífandi fiðlutóna sem enduróma glæsilegan dans norðurljósanna um himinhvolfið.

Duo Jansen/Jüssi spila hefðbundna tónlist frá Eistlandi og Noregi, ferðast um heima gamallar danstónlistar og reyna mörk þess fallega og grófa. Fornar hefðir og sköpunarkrafur eru einkenni Jansen og Jüssi sem með fádæma nánd bjóða áheyrendum hlutdeild í heimi sínum þar sem dillandi dans og leikgleði ráða ríkjum.

"Sú staðreynd að systkyni sem spila saman hljóma eins og einn maður er ekki óþekkt fyrirbæri, en það eru til annars konar tengsl sem kalla fram sömu tegund af nánd. Þannig er það hjá Johanna-Adele Jüssi og Jo Einar Jansen sem upphaflega eru frá Eistlandi og norður-Þrændalögum í Noregi. Samspil þeirra lyftir tónlistinni upp yfir alla meðalmennsku með frábærum útsetningum og hreinum samhljómi. Þessi tvö eru hágæða þjóðtónlistarmenn sem sýna og sanna að hefðbundin tónlist er alþjóðleg. Láttu tónlist Johanna og Jo Einar flæða um skilningarvitin og taktu nokkur ljúf dansspor á eldhúsgólfinu." Steinar Ofsdal

Duo Jansen/Jussi Duo Jansen/Jussi