Duo Systrami

Duo SystramiDuo Systrami er þjóðlagadúó tvíburastystranna Fanny Källström (fiðla) og Klara Källström (selló). Þær eru báðar með meistaragráðu í hljóðfæraleik, Fanny frá Tónlistarháskólanum í Malmö og Klara frá Konunglegu Tónlistarakademíunni í Stokkhólmi.

Að hlíða á Duo Systrami er ekki bara tónlistarupplifun heldur heill heimur út af fyrir sig. Þær spila og semja tónlist um stórbrotið landslag heimahaganna, Västernorrland, Ångermanland í Svíþjóð - um vetrarstorma, svartan sjó og vorkomuna þegar snjóa leysir. Tónlist þeirra er sannarlega sænsk með sterkar rætur í tónlistarhefðinni.

Árið 2013 unnu þær hin virtu tónlistarverðlaun "Þjóðlagaband ársins" sem er keppni ungra tónlistarmanna frá allri Svíþjóð. Ummæli dómara voru meðal annars: " Þetta er tónlist lífs og dauða. Með tónlist sinni og heillandi sviðsframkomu skapar Duo Systrami töfra á einstakan og frumlegan hátt. Þær hafa sterka útgeislun sem fangar alla athyglina."

Duo Systrami hafa spilað á öllum helstu tónleikastöðum í Svíþjóð, svo sem Urkult, Umefolk, Bingsjöstämman og Stallet í Stokkhólmi og í desember 2014 héldu þær tónleika í Zagreb í Króatíu.

Fyrsta hljómplata systranna, När Isen Går, kom út í desember 2016 og er helsti áhryfavaldur tónlistarinnar fjölbreytt og stórbrotin náttúra heimahaganna.