Chris Foster

Chris FosterChris Foster er enskur þjóðlagasöngvari og gítarleikari sem búið hefur á Íslandi síðan 2004. Hann er meistari á sínu sviði.  Í tímaritsgrein, eftir Colin Irwin í fROOTS magazine sagði hann m. a.: "Chris Foster er kominn í fremstu röð merkra brautryðjenda, hann er einn besti listamaður síðari tíma hreyfingar til endurvakningar í breskri þjóðlagatónlist, ámóta mikilvægur eins og Martin Carthy, Dick Gaughan og Nic Jones, einkum fyrir sitt merka framlag til að setja þjóðlagahefðina í nútímalegan búning með sérstæðum, frumlegum gítarundirleik svo og sannfærandi söngtúlkun."

Chris hefur verið flytjandi enskrar þjóðlagatónlistar í yfir fjóra áratugi og  komið víða fram á tónleikum, hátíðum og útvarpi á Bretlandseyjum, Evrópu og Norður Ameríku.

Hann hefur gefið út 7 sóló plötur og einnig leikið með öðrum listamönnum á mörgum plötum. Geisladiskurinn hans, ‘Outsiders’ var talin meðal bestu platna ársins 2008, að mati 300 gagnrýnenda og útvarpsfólks, sem birt var í breska tímaritinu fROOTS.

Nýji hljómdiskur Chris, Hadelin, sem kom út í febrúar s.l. hefur fengið frábæra dóma:

Hadelin is an album that marks not just the welcome return of a folk scene favourite but one of the very finest albums of English song by anybody in recent years.    Steve Hunt - fROOTS Issue no. 406, April 2017

I won’t hesitate in recommending this album unreservedly, and it will definitely feature in the year’s best when award-voting comes around.      David Kidman - www.fatea-records/magazine April 2017

Now Chris has come back with a mighty bang and has released the wonderful album Hadelin; this is an album that just cannot be beat. Mick Tems - Folk Wales, March 2017

He has the uncanny ability to make everything he does appear easy, assembling or arranging songs like an artisan builds a drystone wall – a piece at a time, and with the gaps and cracks providing as much of the character as the solid, tangible elements. And like drystone walls, these striking songs will become part of their surroundings, and will surely stand the test of time. Thomas Blake - www.folkradio.co.uk March 2017

Lifandi tónlistarflutningur Chris einkennist af kraftmiklum söng og góðum gítarleik, sem styrkist enn frekar af fágaðri fyndni hans og eldmóði. Með þessu tekst honum að draga áheyrendur sína inn í sagnaheiminn sem hann skapar með söngvunum.

Auk sólóferils síns er hann einnig í þjóðlaga dúóinu Funi, með Báru Grímsdóttur og hafa þau unnið saman síðan 2001. Þau hafa gefið út 4 plötur og komið fram á tónleikum, hátíðum, í  útvarpi og haldið námskeið í Evrópu, Bandaríkjunum, Kína, auk heimalandanna, Íslands og Bretlands.

Chris Foster   Chris Foster