Gillebride MacMillan

Gillebride MacMillanGillebride MacMillan er vinsælasti skosk-gelíski söngvarinn í dag. Gillebrìde MacMillan kemur af mikilli tónlistarfjölskyldu; faðir hans var vinsæll flautuleikar og móðir hans er hafsjór af fróðleik um gelíska söngva og ljóð. Gillebride sem er fæddur og uppalinn á Suðureyjum Skotlands með skosk-gelísku sem móðurmál, kemur reglulega fram á flottustu tónlistarhátíðum víðsvega um heiminn. Hann kom fram sem tríbadorinn Gwyllyn í sjónvarpsþáttaröðinni "Outlander" sem gerð er eftir samnefndum bókum Diane Gabaldon og syngur oft í tónlistarþáttum BBC.

Gillebrìde hefur gefið út tvo geisladiska, Thogainn Ort Fonn (I’d Sing You a song) og Air Fòrladh (On Leave)  og fengið mikið lof gagnrýnenda fyrir þá báða - báða diskana er hægt að kaupa hér.  Hann hefur einnig sungið inn á geisladiskana "Mary Ann Kennedy & Na Seòid"  og "Tilleadh Dhachaidh" sem eru diskur með lögum Ethel McCallum. Gillebrìde er líka virtur fræðimaður og árið 2013 gaf hann um geisladisk með hefðbundnum lögum frá sinni heima eyju Suður-ey

Einn gagnrýnadi segir að Gilbert hafi "rödd sem þeir sem skrifa um vín myndi þrá að lýsa - t.d. dökkur viðarkeimur með snert af sjávarsalti - og söngur hans er svo blæbrygðaríkur að merking orðanna og ljóðsins kemst til skila þótt maður skilji ekki orð í gelísku". Annar gagnrýnandi segir um geisladiskinn Air Fòrladh "að hann sé fullur af frábærum lögum, sungnum af einum af bestu söngvurum á gelískri tungu. 

Fyrir utan það að vera söngvari og fræðimaður hafa verið gefnar út eftir hann bækur, hann er söngva- og ljóðskáld og hefur flutt lög sín og ljóð víða um heim. Hann hefur líka þýtt bækur frá ensku fyrir á gelísku.

 Gillebride MacMillan    Gillebride MacMillan