Hildur dansekompani

Hildur Dance CompanyHildur Dansekompani samanstendur af tveimur tónlistarmönnum og tveimur dönsurum sem skapa tón- og hreyfilistaverk með rætur í hefðbundinni tónlist og dansi mið-noregs. Listamennirnir í danskompaníinu, Anna, Mathilde, Hilde og Jo Einar, sameinast um brennandi áhuga á tengslum tónlistar og dans og að kanna rími og þátttöku áhorfenda í listsköpuninni. Með fjörlegu og jákvæðu viðhorfi til hefðarinnar skapar hópurinn óvæntar uppákomur, angurværð og hreinleika sem lætur engan ósnortinn.

Anna Gjendem er ungur nútímadansari frá Molde í Noregi með sterkan bakgrunn í hefðbundnum dansi. Hún er með BA gráðu í hefðbundnum dansi frá Akademíu Ole Bull og NTNU og meistaragráðu í hefðbundnum listum frá Háskólanum í Telemark í Noregi. Auk þess að vera umsjónarmaður þjóðlagasafnsins fyrir Møre og Romsdal í Noregi, vinnur hún sem hefðbundinn dansari. Anna nýtur sín best þegar hún er að viðhalda og kenna danshefðina bæði á hefðbundinn og nýstárlegan hátt.

Anna GjendemMathilde Øverland er dansari og þjóðlagasöngkona frá Molde í Noregi. Síðan hún lauk BA námi í hefðbundnum dansi frá Akademíu Ole Bull og NTNU hefur hún unnið við að þróa hefðbundinn dans í nýjar áttir, meðal annars með í samvinnu við hljóðfæraleikara og byggja á fjölbreytileika og spuna sem er innst í eðli þjóðlegra lista. Þessi samvinna hefur leitt af sér dansverkin FOLK og BROLAND. Mathilde er einnig verkefnisstjóri verkefnisins Akrsarv - Bygda Dansar í Akershus.

Hilde Fjerdingøy er harmónikuleikari og tónskáld sem tjáir sig með ljóðrænum og glaðværum hætti. Hilde er með meistaragráðu í norrænni þjóðlagatónlist og spilar þjóðlagatónlist frá allri Skandinavíu en hefur sterkar rætur í hefðbundinni tónlist frá heimahéraði sínu, Helgeland. Hilde er meðlimur í Sænsk-Norska dúóinu Rim, Duo Fjerdingøy & Andersson og Hilde dansekompani og hefur komið fram á tónleikum á Norðurlöndum, Kína, Brasilíu, Bandaríkjunum, Eistlandi, Lettlandi, Englandi og Ástralíu.

Hilde FjerdingøyJo Einar Jansen er fiðluleikari, harðangurðsfiðluleikari og söngvari frá Frosta í Norður-Þrændalögum í Noregi. Jo Einar hefur meistaragráðu í norrænni þjóðlagatónlist og kraftmikinn, persónulegan og dramatískan stíl.  Hann er með sterkar rætur í þjóðlagatónlist heimahéraðs síns en spilar þjóðlagatónlist frá allri Skandinavíu. Hann er meðlimur í Duo Jansen/Jüssi og sænsk-norska bandinu Rim, en Jo Einar er frábær einleikari og sérstaklega fær í að spila fyrir dansi.

“Hrífandi, úthugsað og skemmtilegt - tónlist og dans sem vinnur fullkomlega saman - stórkostlegt!" - Tom Sherlock

Hildur   Hilde Fjerdingøy