Mhàiri Baird & Seán Earnest

Mharhi

Mhàiri Baird frá Ayrshire í Skotlandi er hæfileikaríkur flautuleikari, banjóspilari og söngvari. Hún lærði á flautu hjá hinum virta skoska flautuleikara Iain MacDonald, hefur BA gráðu í skoskri tónlist frá Royal Conservatoire of Scotland og MA gráðu í hefðbundinni írskri tónlist frá Háskólanum í Limerick. Mhàiri hefur tvisvar fengið verðlaun frá Dewar Arts Awards stofnuninni og hefur ferðast víða um Evrópu og Bandaríkinn sem hljóðfæraleikari og kennari.

Seán Earnest starfar sem tónlistarmaður og kennari í New York. Hann hefur farið í tónleikaferðir vítt og breitt um Bandaríkin með mörgum tónlistarhópum, s.s. Co. Sligo group Teáda, McPeake Family of Belfast, Paul MacKenna Band frá Glasgow og sínum eigin hljóðfærahópi The Yanks, sem hefur gefið út tvo hljómdiska og fengið lof gagnrýnenda fyrir. Seán hefur spilað með mörgum söngvurum, t.d. Cathie Ryan, Colleen Raney og Kyle Carey, svo og tónleikateymunum Women of Ireland and Atlantic Steps. Hann hefur spilað inn á mikinn fjölda hljómdiska og kennt á gítar og bouzouki á hátíðum og skólabúðum í Bandaríkjunum, Kanada og Írlandi.

Seán og Mhàiri hittust fyrst á þjóðlagahátíðinni Mountshannon Trad Fest í Clare héraði, árið 2016, en það var ekki fyrr en um áramótahelgina 2016-17 sem þau áttuðu sig á því hvað þau áttu mikið sameiginlegt í tónlistinni. Sean EarnestBæði komu þau til Írlands til að stunda meistaranám í hefðbundinni írskri tónlist við Limerick háskóla og heilluðust af þjóðlagatónlistinni frá Clare, Limerick og Galway. Þessi nýji dúett ber sterka ást til hefðbundinnar tónlistar af ýmsu tagi og spilar hana af einstakri næmni, gleði og sveiflu.

 

Mharhi-soundcloud Johanna_Tadhg Johanna_Tadhg