Tiarnán Ó Duinnchinn

TiarnánTiarnán Ó Duinnchinn - írskar sekkjapípur

Tiarnán er margverðlaunaður sekkjapípuleikari frá Monaghan fylki á Írlandi. Hann byrjaði að spila á írskar sekkjapípur 9 ára gamall og er í dag talinn einn áhryfamesti og hæfileikaríkasti sekkjapípuleikari Írlands.

 "Hárnákvæm fingrafimi í hröðum köflum útskýrir hvers vegna Ó Duinnchinn hefur fengið svona mörg verðlaun fyrir sekkjapípuleik sinn. Hann er augljóslega kóngur hljóðfærisins." Journal of Irish Music

Tiarnán hefur haldið tónleika út um allan heima síðastliðin 20 ár, bæði sem einleikari og í hljómsveitum. Hann hefur komið fram í Evrópu, Bandaríkjunum, Asíu, Afríku, Kanada, Japan, Nýjasjálandi og Ástralíu. Tiarnán hefur spilað með mörgum listamönnum gegn um árin, s.s. Tommy Peoples, Laoise Kelly, Paul O Shaughnessy, Brian Finnegan, Niall og Cillian Vallely svo nokkrir séu nefndir. Á árunum 1997-2001 fór Tiarnán í margar tónleikaferðir með Máire Ní Bhraonáin (Clannad) og gaf út tvo geisladiska með henni. Hann hefur spilað inn á geisladiska með mörgum listamönnum, spilað í sjónvarpsauglýsingum, sjónvarpsþáttum og tveimur bíómyndum.

Tiarnán fékk viðurkenningu og verðlaun frá lista- og hefðadeild írska ríkisins árið 2015 til að kaupa írskar sekkjapípur.

Andy Irvine - "Ég fór að sjá Laosie Kelly spila með sekkjapípuleikara sem ég þekki, Tiarnan O Duinnchinn, hann var frábær. Það ótrúlega var að árið 1964 grét ég af hrifningu þegar ég hlustaði á Willie Clancy spila og þegar ég heyrði Tiarnan spila, 46 árum síðar, þá grét ég líka." 

Mike Patterson “Piping Centre-Glasgow” - "Spilamennska Tiarnán Ó Duinnchinn er mjúk, tæknilega glæsileg með hárfínni listrænni túlkun. Henn hefur fullkomið vald á hljóðfærinu og laðar fram hreinar, sterkar og sannfærandi tilfinningar í öllu sem hann spilar."

Piping Today August 2008-12-10 - "Tiarnan O Duinnchinn er snilldar sekkjapípuleikari sem laðar fram tilfinningaríka töfra í tónlist frá sínu heimahéraði með tæknilegri færni og hárnákvæmri túlkun og tjáningu."

Celtic Grooves, U.S.A. - "Tæknileg færni hans á hljóðfærið er einstök, sérstaklega í skýrum skrautnótum, en hann notar bara þessa frábæru tækni sína á einstaklega músíkalskan hátt, til að túlka tónlistina."

Tiarnán & LaoiseTiarnán & Laoise Laoise Kelly