Wilma Young

Wilma YoungWilma Young er fiðlari frá Leirvík á Hjaltlandseyjum. Það er svo sterk fiðlu-hefð á Hjaltlandseyjum að Wilma komst ekki hjá því að læra að spila strax á unga aldri.  

Wilma bjó á Íslandi í rúmlega 30 ár og kenndi fiðluleik á Akranesi og í Reykjavík. Hún varð fljótt ómissandi hluti af tónlistarlífinu og naut þess að kynna fiðluleik heimalands síns fyrir nemendum sínum. Wilma flutti til Skotlands fyrir sex árum og hefur nú dýpkað enn frekar þekkingu sína á þjóðlaga fiðluleik. Síðast liðið haust flutti Wilma aftur til Íslands og kennir bæði á þjóðlagafiðlu og klassíska fiðlu á höfðuborgarsvæðinu.

Verkefnaval Wilmu saman stendur af hefðbundinni tónlist frá Hjaltlandseyjum, Skotlandi, Írlandi og Skandinavíu ásamt ýmsu öðru sem hún hefur lært á löngum ferli sínum. Tónleikar Wilmu snúast um "hér og nú" og samskipti manna á milli sem fá áheyrendur til að virkilega upplífa tónlistina frá mismunandi sjónahornum.