V A S S V I K

VassvikTorgeir Vassvik er listamaður sem kemur frá nyrsta skaga Lapplands, Gamvik í Noregi. Seyðandi samspil söngs og slagverks dregur kraft sinn frá öfgum norðursins, veðráttu og landslagi. Vassvik nær að fanga berskjaldaða fegurð norðurslóða með samruna hefbundins Sami joik og hljómmikils yfirtónasöngs, sem skapar dulmagnaðan hljóðheim við hæfi 21. aldar. Vassvik hefur fært hljóm Lapplands til áhorfenda víða um heim s.s. Frakklands, Póllands, Japan, Unverjalands, Englands, Litháen, Þýskalands, Svíþjóðar, Rússlands, Síberíu, Belgíu og Íslands - þannig að, félagar góðir, saga joiksins heldur áfram og áfram og áfram,.... Með Torgeiri á Vöku verða Kari Rønnekleiv (fiðla), Jo Einar Jansen (fiðla) og Audun Strype (hljóðmaður)

Torgeir kennir joik og yfirtónasöng á námskeiði 5 þar sem  Bára Grímsdóttur kennir íslenskan kveðskap.

"Það er dökkt sem malbik, bjart eins og sólin og smígur í gegn um þig"  sagði einn gagnrýnandi um Vassvik.

"Torgeir Vassvik er heillandi og einstakur tónlistarmaður, einn af þeim allra bestu og kraftmestu sami joikurum okkar daga." Andrew Cronshaw, fRoots

"Torgeir Vassvik er galdramaður hljóðsins sem fer lengra en eyru okkar hafa nokkurn tíman kynnst. Vassvik er fullur dulmagnaðra sköpunar krafta, heillandi og ferskur! Ég fann þetta strax á fyrsta tóninum á tónleikum Vassvik á stærstu þjóðlagahátíð Þýskalands, TFF Rudolstadt, árið 2015. Hljóðheims listamaðurinn Torgeir Vassvik kafar djúpt í hið forna og seyðandi joik Samanna og hefðbundinn söng annarra frumbyggja norðursins, en sameinast nútímanum á sérstæðan hátt með rokkgítar, trumbuslætti og listrænni notkun strengjahljóðfæra á minimalískan hátt, í samvinnu við félaga sína í tónlistarhópnum Vassvik. Tónsköpun Vassvik heillaði um 10.000 áhorfendur á TFF Rudolstadt, árið 2015. Á þessum stórkostlegu tónleikum var ekki bara augljós innri kraftur tónlistar Vassvik, heldur líka fjölbreytt og spennandi tilbrygði hljóðsins full af fegurð. Enn og aftur: Vassvik er stórkostlega uppörfandi, einstakur og spennandi! Nýtt nafn fyrir stóru sviðin í heiminum."

Vassvik Vassvik Facebook - Vassvik