Claire White

Claire WhiteClaire White er þjóðlagafiðluleikari og söngvaskáld frá Hjaltlandseyjum sem hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir tónlista sína. Hún lærði hjá Dr. Tom Anderson sem er þekktasti og færasti þjóðlagafiðlari, tónskáld og kennari Hjaltlandseyja.

Undanfarin 20 ár hefur Claire starfað sem kennari og hljóðfæraleikari víðs vegar um heiminn og kemur bæði fram sem einleikari og í tónlistarhópunum Blyde Lasses, Hjaltibonhoga og Danse McCabre Ceilidh Band. Claire hefur farið í tónleikaferðalög til Ástralíu, Nýja-Sjálands, Sameinuðu arabísku furstadæmanna, Kanada, Sardiníu, Noregs, Slóveníu, Eistlands, Póllands, Írlands og Íslands.

Claire býr í gömlu húsi við hafið þangað sem hún sækir sköpunarkraft sinn og fylgist með auðugu dýralífi Hjaltlandseyja.