Vaka 2015

O'Shea-RyanÁ Vöku koma fram tónlistarmenn og dansarar frá Íslandi, Englandi, Skotlandi, Wales, Ástralíu, Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku og Armeníu.

Haldnir verða margir tónleikar og danssýningar með 150 tónlistarmönnum og dönsurum á fjórum dögum og einnig verða opnaðar þrjár handverks- og heimilisiðnaðarsýningar. 

Þjóðlistahátíðin Vaka verður haldin á Akureyri 10. - 13. júní 2015.

Miðstöð hátíðarinnar verður í Deiglunni; þar verður alltaf heitt á könnunni og skemmtilegt fólk að spjalla við; þar fer miðasalan fram og sala á geisladiskum listamannanna, handverki og minjagripum; þar verða handíðasýningarnar, tónlistarnámskeiðin og síðdegistónleikar 11., 12. og 13. júní.

SansKvöldtónleikar verða á Græna hattinum 11. og 12. júní; þar verður spilað, sungið og jammað fram á nótt. 

Lokahófið fer fram í Sjallanum laugardagskvöldið 13. júní en það verður einstök skemmtun með tónlist og dansi. 

Með tónleikum, námskeiðum, dansskemmtunum og sýningum á íslensku handverki býður dagskrá Vöku upp á eitthvað fyrir alla.

 

Þjóðlistahátíðin Vaka er skipulögð af ÞjóðList ehf, Dansfélaginu Vefaranum, Þjóðháttafélaginu Handraðanum og Stemmu - Landssamtökum kvæðamanna í samstarfi við Akureyrarstofu og Rannsóknarstofu í tónlistarfræðum við H.Í.