Listamenn Vöku 2015

Listamenn sem sem taka þátt í hátíðinni eru:

Cronshaw, Aleksanyan & Blake frá Englandi og Armeniu, sem laða fram heillandi hljóm ólíkra radda með sítar, fujara duduk og bassaklarinetti.

Spilmenn Ríkínís er fjölskylduhljómsveit úr vesturbæ Reykjavíkur sem syngur og spilar íslenska þjóðlagatónlist á fjölmörg skemmtileg og "gömul" hljóðfæri.

dansarar frá O'Shea-RyanFrá hinum virta dansskóla O'Shea-Ryan koma dansarar á öllum aldri  til að kenna og sýna riverdans og aðra írska dansa.

Sænski dúettinn Dråm kemur með hörpu, nikkelhörpu, sekkjapípur og dans.

Keltneski sönvgarinn Gillebride MacMillan frá Suðureyjum Skotlands, notar bara rödd sína og persónutöfra til að heilla áhorfendur upp úr skólnum.

Hefðbundnir söngvar Íslands við undirleik langspils, íslenskrar fiðlu, kantele og gítars í flutningi íslensk/enska dúettsins Funa.

Minna RaskinenKantele snillingurinn Minna Raskinen frá Finnlandi sem tvinnar saman náttúrulega tóna og heim raftónlistarinnar.

Skoski hörpu- og konsertinuleikarinn og söngvarinn Wendy Stewart.

Þjóðdansahópur frá Danmörku sýnir okkur hvað Danir geta verið litríkir og skemmtilegir.

Enska þjóðlagasöngkonan og fiðluleikarinn Jackie Oates er í fremstu röð þjóðlagasöngvara Englands.

VefarinnDansfélagið Vefarinn á Akureyri og Danshópurinn Sporið frá Borgarnesi hressa heldur betur upp á miðbæinn er þau dansa íslenska þjóðdansa við gömul og ný lög.

Frá Austurlandi kemur hópurinn Þræðir með ljóðrænan spuna þar sem hefðbundin kvæðalög eru klædd í litríkan hljóðheimsbúning.

Frá Wales koma Dylan Fowler og Gillian Stevens sem spila á mörg þjóðarhljóðfæri eins og hið forna Veilska Crwth (lýra)

Ramm-íslenskir kvæðamenn munu flytja hina stórskemmtilegu Króka-Refs Rímu Hallgríms Péturssonar með nútímalegu ívafi og margir íslenskir þjóðtónlistarmenn flytja heillandi íslenska tónlist sem tjáir í tónum og takti dimmar vetrarnætur og langa sumardaga. 

Anna Fält frá Finnlandi opnar fyrir áheyrendum heillandi og margslunginn hljóðheim sænskra og finnskra þjóðlaga með röddinni einni saman.

Skoski fiðluleikarinn Wilma Young sýnir okkur það besta sem fiðlutónlist Hjaltlandseyja hefur uppá að bjóða.

Þjóðlistahátíðin Vaka kemur í kjölfar hinnar glæsilegu 2014 hátíðar Tradition for Tomorrow sem haldin var af Norrænu þjóðtónlistarnefndinni þar sem öll Norðurlöndin sameinuðust um að heiðra norræna þjóðtónlist og þjóðdansa á Akureyri.