Listamenn

Listamenn sem koma fram á Vöku á Akureyri 15. - 18. júní 2016

Ave Kara SillaotsAve Kara Sillaots -Eistland
Ave Kara er mjög færi harmonikkuleikari með meistaragráðu í tónlist. Hún hefur komið fram á tónleikum víða í Evrópu og undanfarin ár hefur hún kennt við Tónlistarskóla Dalvíkur og Fjallabyggða, auk þess sem hún er organisti og kórstjóri Ólafsfjarðarkirkju.

Barnaby Walters - EnglandBarnaby Walters
Barnaby er frábær hurdy gurdy leikari og hljóðfærasmiður sem féll fyrir Balfolkdansi fyrir nokkrum árum. Hann mun kenna námskeið í balfolk dansi en einnig fáum við að heyra hann spila á hljóðfærið sitt, hurdy gurdy.

Benjamin Bech - Danmörk
Benjamin BechÞað er með mikilli ánægju sem við bjóðum Benjamin Bech velkominn aftur á Vöku. Hann hefur haldið tónleika víða á Norðurlöndum og síðan 2013 hefur hann verið að skrá og rannsaka íslensk danslög leikin á fiðlu á Íslandi á 19. og 20 öld. Benjamin verður með námskeið á Vöku þar sem hann kennir nokkur af þessum íslensku fiðlulögum og að sjálfsögðu kemur hann fram á tónleikum líka.

Funi - Ísland og England
FuniBára Grímsdóttir og Chris Foster eru frábærir tónlistarmenn sem sérhæfa sig í flutningi á íslenskri og enskri þjóðlagatónlist. Flest laganna voru flutt án undirleiks hér áður fyrr, en þau bæta við undirleik á gítar, langspil, íslenska fiðlu og kantele sem skapar dulmagnaða stemmingu.

Kvæðamenn - Ísland
Kveðskaparlistin hefur verið við líði á Íslandi í hundruðir ára og í eina tíð voru kvæðamenn helstu skemmtikraftar landsins. Þeir kváðu sögur steyptar í rímur af hetjum og höfðingjum fyrir fólkið sem sat við vinnu sína á löngum vetrarkvöldum. Enn eru kvæðamenn um allt land sem halda við þessari gömlu hefð af mikilli ástríðu og elju; þeir munu kveða fyrir gesti Vöku og skapa kvöldvöku stemmingu liðins tíma en hápunkturinn verður á lokadegi hátíðarinnar þegar þeir kveða Tristansrímur.

Marit & SteinMarit Steinsrud og Stein Villa - Noregur
Marit og Stein spila hefðbundna tónlist og eigin lög á elstu þjóðarhljóðfæri Noregs. Sem ung stúlka lærði Marit lög af gömlum langeleik spilurum í Valders. Stein, sem er frá Ósló, hefur endurskapað spilatækni norsku hörpunar og fleiri fornra hljóðfæra. Samhljómur hörpunnar og langeleik er ógleymanlegur og tímalaus.

Tríó Mharhi BairdTríó Mharhi Baird - Írland, Skotland, Bandaríkin
Þessir ungu tónlistarmenn hittust fyrst í Irish World Academy of Music & Dance á Írlandi. Mharhi Baird frá Skotlandi er hæfileikaríkur flautuleikari, banjóspilari og söngvari. Tadhg Ó Meachair frá Dublin er virtur píanó- og harmonikkuleikari og móðurmál hans er írsk gelíska. Joanna Hyde frá Colorado í Bandaríkjunum er mjög fær fiðluleikari og söngvari.

VASSVIK - NoregurTorgeir Vassvik
Torgeir Vassvik er sami sem kemur frá nyrsta skaga Lapplands, Gamvik í Noregi. Vassvik blandar saman hefbundnu joiki og hljómmikilum yfirtónasöng, spilar á gítar, munngýju, handtrommu og fleiri slagverkshljóðfæri. Torgeir hefur fært hljóm Lapplands til áhorfenda víða um heim og koma með honum á Vöku fiðluleikararnir Kari Rønnekleiv og Jo Einar Jansen og hljóðmaðurinn Audun Strype.

 

styrktaraðilar