Vaka 2017

Duo Jansen/JüssiVaka 2017

19. - 21. maí í Þingeyjarsýslu

23. - 27. maí í Hofi á Akureyri

Sunnudaginn 28. maí kl. 19:30 í Norrænahúsinu

Spennandi tónleikar, námskeið, samspil og málstofa

Á Vöku gefst einstakt tækifæri til að kynnast hefðbundinni íslenskri tónlist en þar að auki má sjá og heyra tónlist frá Írlandi, Englandi, Skotlandi, Noregi og Svíþjóð.

Kveðskapur, tvísöngvar, fjörug danslög, þjóðlög - fiðla, langspil, harmonikka, selló, írsk flauta, harpa, írskar sekkjapipur, klarinett og hurdy-gurdy. 

Vaka er lítil og vinaleg þjóðlistahátíð sem býður upp á eitthvað fyrir alla. Það eru:

  • Síðdegis- og kvöldtónleikar þar sem þú getur til dæmis hlýtt á rammíslenskan kvæðasöng, þjóðlög frá Skotlandi og hefðbundin hljóðfæri í höndum frábærra tónlistarmanna.
  • Námskeið að morgni og eftir hádegið fyrir mismunandi aldurshópa og kunnáttustig.
  • Málþing sem skoðar þjóðlagatónlist þátttökulandanna frá ýmsum sjónarhornum.
  • Óformlegar söng- og samspilsstundir í hádeginu og í lokin á kvöldtónleikum þar sem öllum er velkomið að taka þátt og vera með.

Tiarnán Ó Duinnchinn

Miðasala

Vaka bíður upp á mismunandi leiðir til að kaupa sig inn á vöku. Þú getur keypt þér hátíðarkort sem veitir aðgang að öllum tónleikum vöku eða keypt þig inn á staka tónleika. Öll miðasala Vöku á Akureyri fer í gegnum miðasölu MAK í Hofi. Miðasala á tónleika í Þingeyjarsýslu 19. - 21. maí fer fram við innganginn.

Samstarfsaðilar Vöku 2017

Tónlistarskólinn á Akureyri

Vaka 2017 verður í nánu samstarfi við Tónlistarskólann á Akureyri og gefur nemendum og kennurum skólans einstakt tækifæri til að kynnast þjóðlagatónlist Íslands og nágrannalanda okkar. Tónlistarskólinn á Akureyri er staðsettur í menningarhúsinu Hofi sem jafnframt verður heimili Vöku 2017.

Karlakór Akureyrar-Geysir 

Karlakórinn verður með sérstaklega útsetta þjóðlagadagskrá á opnunartónleikum Vöku og fær til liðs við sig þjóðtónlistarmenn Vöku. Vaka 2017 fær þarna tækifæri til að sýna fram á fjölbreytileika þjóðlagaarfsins með því að sameina rammíslenskan karlakórssöng og þjóðlög nágrannalandanna við undirleik hefðbundinna hljóðfæra.

Raufarhöfn og framtíðin / Brothættar byggðir

Í samstarfi við Brothættar byggðir munu norskir og íslenskir listamenn Vöku ferðast austur í Þingeyjarsýslu 19. - 22. maí og kynna hefðbundna tónlist og dans þessara frændþjóða með skólatónleikum, námskeiðum og tónleikum fyrir almenning.

Creative Momentum

Vaka 2017 var valin til að vera "Hot-Spot" í evrópuverkefninu Creative Momentum af aðilum verkefnisins, sem eru Menningarráð Eyþings og stofnanir í norðanverðu Finnlandi, Svíðþjóð og Írlandi. Níu tónlistarmenn og fræðimenn hafa verið valdir til að koma á Vöku til að deila hefðbundinni tónlist sinni með okkur, þekkingu og færni.

Hilmarfestivalen

Hilmarfestivalen í Steinkjer í Noregi hefur veirð samstarfsaðili Vöku síðan 2015. Markmiðið með samstarfinu er að auka þekkingu þessar frændþjóða á þjóðdönsum og þjóðtónlist hvors annars með því að skiptast á tónlistarmönnum, dönsurum og fræðimönnum. Fimm ungir tónlistarmenn og dansarar hafa veirð valdir til að koma á Vöku 2017 með fiðlur sínar, söng, nikku og dans.

Styrktar- og samstarfsaðilar