Dagskrá Vöku 2017

Vaka 2017Vaka

19. - 22. maí á Raufarhöfn, í Lundi og á Húsavík

24. - 27. maí í Hofi á Akureyri

Tónleikar - Danssýning - Námskeið - Samspil

Í menningarhúsinu Hofi á Akureyri

Tónlist og dans frá morgni til kvölds með tónlistarmönnum og dönsurum með rætur íhefbundinnitónlist Íslands, Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur, Írlands, Skotlands og Englands.

Mhàiri BairdMiðvikudagur 24. maí

19:00 - 19:45 - Þjóðdansar Íslands og Noregs
Hildur dansekompani frá Noregi og Dansfélagið Vefarinn á Akureyri.
Hamragil, Menningarhúsinu Hofi

20:00 - 22:00 - Sumer is icumen in (Sumarið er komið)
Vortónelikar Karlakórs Akureyrar-Geysis og upphafstónleikar Vöku.
Hamrar, Menningarhúsinu Hofi

Fimmtudagur 25. maí (uppstigningardagur)

10:00 - 12:00 - Námskeið: Rímnakveðskapur
Sögur í ljóðum og tónum með Báru Grímsdóttur og Chris Foster. Komdu til að fræðast um og læra að syngja þessa aldagömlu tónlist Íslendinga. Engrar söngreynslu er krafist*
Bókasafn Tónlistarskólans á Akureyri, 3. hæð, Menningarhúsinu Hofi

Seán Earnest12:30 - 13:30 - Hádegissamspil
Allir velkomnir til að spila og syngja með tónlistarmönnum Vöku.
1862 Nordic Bistro, Menningarhúsinu Hofi

13:30 - 16:30 - Málstofa
Þjóðlagahátíðir: Tilgangur og áhrif þeirra á hefðbundna tónlist
Málstofustjóri Guðrún Ingimundardóttir
Fyrirlesarar: Eetu Suominen og Oula Guttorm frá Finnlandi, Dr. Verena Commins og Aisling Ní Churraighín frá Írlandi
Bókasafn Tónlistarskólans á Akureyri, 3. hæð, Menningarhúsinu Hofi

14:00 - 16:30 - Námskeið: Íslensk danslög frá 19. öld
Lögin spiluð og dönsuð með Benjamin Bech, Wilma Young og Barnaby Walters.
Öll hljóðfæri velkomin. *
Stofa 357, 3. hæð, Menningarhúsinu Hofi

Dansfélagið Vefarinn17:00 - 18:30 - Tónar og tal
Tónlistarmenn Vöku spila, syngja og sitja fyrir svörum; áhorfendur fá tækifæri til að fræðast um tónlist þeirra og hljóðfæri.
Mhàiri Baird & Seán Earnest, Tiarnán Ó Duinnchinn, Aisling Ní Churraighin, Gillibride MacMillan
Dynheimar, 2. hæð, Menningarhúsinu Hofi

20:00 - 22:30 - Norrænt með meiru
Kvöldtónleikar með tónlist frá Íslandi, Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Englandi og Eistlandi.
Kvæðamenn, Duo Systrami, Benjamin Bech, Duo Jansen/Jüssi, Chris Foster
Hamrar, Menningarhúsinu Hofi

Föstudagur 26. maí

12:30 - 13:30 - HádegissamspilBarnaby Walters
Allir velkomnir til að spila og syngja með tónlistarmönnum Vöku.
1862 Nordic Bistro, Menningarhúsinu Hofi

13:30 - 16:30 - Nemendatónleikar
Nemendur og kennarar Tónlistarskólans á Akureyri ásamt tónlistarmönnum Vöku spila og syngja þjóðlagatónlist frá Írlandi, Noregi, Svíþjóð, Skotlandi, Englandi og Íslandi. Tónleikarnir eru afrakstur þriggja daga námskeiða. Allir velkomnir. Enginn aðgangseyrir.
Hamrar, Hamragil, svalir og Naust í Menningarhúsinu Hofi

17:00 - 18:30 - Tónar og tal
Tónlistarmenn Vöku spila, syngja og sitja fyrir svörum; áhorfendur fá tækifæri til að fræðast um tónlist þeirra og hljóðfæri.
Benjamin Bech, Duo Systrami, Chris Foster, Rósa Jóhannesdóttir og fjölskylda.
Dynheimar, 2. hæð, Menningarhúsinu Hofi

Duo Systrami20:00 - 23:00 - Fjörugir frændur
Kvöldtónleikar með tónlist frá Írlandi, Ytri Suðureyjum Skotlands og Hjaltlandseyjum.
Tiarnán Ó Duinnchinn, Aisling Ní Churraighín, Gillibride MacMillan, Mhàiri Baird & Seán Earnest, Wilma Young
Hamrar, Menningarhúsinu Hofi

Laugardagur 27. maí

10:00 - 12:00 - Námskeið: Hljóðfærasamspil
Komdu með hljóðfærið þitt og lærðu að spila íslensk danslög með Benjamin Bech og öðrum tónlistarmönnum Vöku. Að spila saman er frábær skemmtun fyrir fólk á öllum aldri. Öll hljóðfæri eru velkomin en nemendur þurfa að minnsta kosti að vera á lokastigi grunnnáms. *
Stofa 357, 3. hæð, Menningarhúsinu Hofi

10:30 - 12:00 - Söngnámskeið fyrir börnin, mömmu, ömmu, afa og pabba
Rósa Jóhannesdóttir og fjölsk.Þulur, barnagælur og stemmur með Báru Grímsdóttur og Rósu Jóhannesdóttur og fjölskyldu.
Engrar söngreynslu er krafist.
Námskeiðsgjald: kr. 2.000 fyrir einn fullorðinn og tvö börn
Bókasafn Tónlistarskólans á Akureyri, 3. hæð, Menningarhúsinu Hofi

12:30 - 13:30 - Hádegissamspil
Allir velkomnir til að spila og syngja með tónlistarmönnum Vöku.
1862 Nordic Bistro, Menningarhúsinu Hofi

14:00 - 16:00 -­ Disneyrímur
Ekki missa af þessum einstaka flutningi á Disneyrímum eftir Þórarinn Eldjárn þar sem kvæðamenn víðsvegar að af landinu sameinast um að kveða þessar skemmtilegu rímur á persónulegan hátt.
Stofa 357, 3. hæð, Menningarhúsinu Hofi / Room 357, 3rd floor, Hof Cultural Centre

20:00 - 23:30 - Rúsínan í pylsuendanum
Glæsilegir kveðjutónleikar með tónlistarmönnum Vöku 2017.
Benjamin BechChris Foster, Bára Grímsdóttir, Kvæðasystur Anna og Stína, Benjamin Bech, Duo Systrami, Rósa Jóhannesdóttir og fjölskylda, Tvísöngsbræður, Duo Jansen/Jüssi, Aisling Ní Churraighín, Mhàiri Baird & Seán Earnest, Tiarnán Ó Duinnchinn, Karlakór Akureyrar-Geysir

____________________________

*Öll námskeiðin eru kennd eftir eyranu en í sumum tilfellum er hægt að fá nótur sé þess óskað. Mælt er með því að nemendur komi með upptökutæki á námskeiðin.

*All workshops will be taught 'by ear' with notation available for people who find it useful.

It is recommended to bring a recording device.

Kvæðasystur Anna og StínaMiðasala

Miðasala Vöku fer fram á heimasíðu Hofs, www.mak.is og í Menningarhúsinu Hofi sem er opið alla virka daga kl. 12:00 - 18:00 og þremur klukkustundum fyrir auglýsta viðburði.

Hátíðarkort kr. 9.800**

Veitir aðgang að öllum tónleikum og 50% afslátt af námskeiðum.

Kvöldtónleikar, miðvikudagskvöld: kr. 3.800**

Kvöldtónleikar og Disneyrímur: kr. 2.800**

Tónar og tal: kr. 1.800**

Námskeið: kr. 2.000**Wilma Young

Kauptu þér miða hér

-----------------

** 20% afsláttur er veittur fyrir eldri borgara, nemendur, atvinnuleitendur og öryrkja. Aflsáttarmiða er einungis hægt að kaupa í miðasölunni í Hofi gegn framvísun viðeigandi skilríkja.

Styrktar- og samstarfsaðilar