Vaka 2108

Þjóðlistahátíðin Vaka, 30. maí - 2. júní 2018Spilmenn Ríkínís

Spennandi tónleikar, námskeið, samspil og hugvekjur

Vaka er vinaleg þjóðlistahátíð sem býður upp á eitthvað fyrir alla. Á vöku 2018 verða opnir kaffitónleikar á Bláu könnunni, kvöldtónleikar í Hömrum í Hofi, námskeið í dansi, söng og hljóðfæraleik, hádegishugvekjur og samspilsstundir eftir kvöldtónleika á Götubarnum. Verið er að leggja lokahönd á dagskrá hátíðarinnar og mun hún birtast hér um leið og hún er tilbúin.

Harmonikutónlist, gömlu dansarnir og þjóðdansar verða í forgrunni auk rímnalaga og koma á hátíðina listamenn frá Noregi, Englandi, Hjaltlandseyjum og Finnlandi. Félag Harmonikuunnenda við Eyjafjörð og Dansfélagið Vefarinn á Akureyri verða áberandi á Vöku 2018, en auk þeirra kemur á Vöku 2018 hópur þjóðdansara og harðangursfiðluleikara frá Noregi og Danshópurinn Sporið ásamt sínum nikkurum kemur frá Borgarfirðinum.

Vaka 2018 verður í nánu samstarfi við Tónlistarskólann á Akureyri og gefur nemendum og kennurum skólans einstakt tækifæri til að kynnast þjóðlagatónlist Íslands og nágrannalanda okkar.

Miðasala

Þú getur keypt þér hátíðarkort sem veitir aðgang að öllum tónleikum vöku eða keypt þig inn á staka kvöldtónleika. Miðasala Vöku á Akureyri fer í gegnum miðasölu MAK í Hofi.

Hátíðarkort á Vöku 2018 kr. 9.000 *
Kvöldtónleikar- kr. 2.800 *
Kaffitónleikar á Bláu könnunni - ókeypis
Námskeið - kr. 2.000 *
Miðasala á námskeið er við innganginn

----------------------

* 20% afsláttur er veittur fyrir eldri borgara, nemendur, atvinnuleitendur og öryrkja. Aflsáttarmiða er einungis hægt að kaupa í miðasölunni í Hofi gegn framvísun viðeigandi skilríkja.

Uppbyggingarsjóður Tónlistarsjóður Tónlistarskólinn á Akureyri