Vaka 2108

Þjóðlistahátíðin Vaka, 30. maí - 2. júní 2018Spilmenn Ríkínís

Spennandi tónleikar, námskeið, samspil og hugvekjur

Á Vöku gefst einstakt tækifæri til að kynnast hefðbundinni Norrænni og enskri tónlist. Vaka 2018 verður í nánu samstarfi við Tónlistarskólann á Akureyri og gefur nemendum og kennurum skólans einstakt tækifæri til að kynnast þjóðlagatónlist Íslands og nágrannalanda okkar. Tónlistarskólinn á Akureyri er staðsettur í menningarhúsinu Hofi sem jafnframt verður hátíðarmiðstöð Vöku 2018.

Þeir sem hafa nú þegar staðfest þátttöku sína í Vöku 2018 eru Félag harmonikuunnenda við Eyjafjörð, Spilmenn Ríkínís, Matti Kallio Trio (Finland), Kvæðamannafélögin Gefjun, Iðunn og Ríma, Marilyn Tucker & Paul Wilson (England), Dansfélagið Vefarinn, Anna Fält (Finnland), Funi, Danshópurinn Sporið. Fleiri nöfnum verður bæb-tt við eftir því sem staðfesting kemur.

Vaka er vinaleg þjóðlistahátíð sem býður upp á eitthvað fyrir alla. Það eru:

  • Síðdegis- og kvöldtónleikar þar sem þú getur til dæmis hlýtt á rammíslenskan kvæðasöng og hefðbundin hljóðfæri í höndum frábærra tónlistarmanna.
  • Danshópurinn SporiðNámskeið að morgni og eftir hádegið fyrir mismunandi aldurshópa og kunnáttustig.
  • Hugvekjur sem fjalla um þjóðlagatónlist þátttökulandanna frá ýmsum sjónarhornum.
  • Óformlegar söng- og samspilsstundir í hádeginu og í lokin á kvöldtónleikum þar sem öllum er velkomið að taka þátt og vera með

Miðasala

Vaka bíður upp á mismunandi leiðir til að kaupa sig inn á vöku. Þú getur keypt þér hátíðarkort sem veitir aðgang að öllum tónleikum vöku eða keypt þig inn á staka tónleika. Öll miðasala Vöku á Akureyri fer í gegnum miðasölu MAK í Hofi.