Dagskrá Vöku 2018

Dagskrá Vöku 2018

30. maí - 2. júní á Akureyri

Kauptu þér aðgang að þessari tónlistarveislu í miðasölu MAK

Kvæðasystur Anna og StínaMiðvikudagur 30. maí

12:00 - 12:20  -  Hádegishugvekja, 1862 Nordic Bistro
Umræður um menningarerfðir, þjóðlagatónlist og þjóðdansa

16:30 - 17:30  -  Útgáfuteiti bókarinnar Segulbönd Iðunnar í Hömrum, Hofi
Kvæðamannafélagið Iðunn og Stofnun Árna Magnússonar standa fyrir þessari útgáfu. Kvæðasystur Anna Halldóra og Kristín Sigtryggsdætur kveða nokkur af kvæðalögum ömmu sinnar, Margrétar Hjálmarsdóttur, sem koma fyrir í bókinni og Barnakór Akureyrarkirkju undir stjórn Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur syngur kvæðalög Margrétar í útsetningu Guðrúnar Ingimundardóttir.

Félag harmonikuunnenda við Eyjafjörð

17:00 - 18:30  -  Námskeið: Kórsöngur í Lundi, Hofi
Komdu og syngdu í Vökukórnum íslensk þjóðlög, kvæðalög og kórlög eftir Báru Grímsdóttur undir stjórn tónskáldsins sjálfs. Allt vant söngfólk er velkomið og aðgangur er ókeypis, en þú þarft að skrá þig hér.

17:00 - 18:00  -  Tónar og tal á Bláu könnunni
Félagar í Reykjavík Trad Session spjalla, spila og syngja sína uppáhalds tónlist. Aðgangur ókeypis

20:00 - 22:30  -  Upphafstónleikar Vöku og Vortónleikar Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð, í Hömrum, Hofi
Dansfélagið VefarinnÁ tónleikunum koma fram tónlistarmenn Vöku, Félag harmonikuunnenda við Eyjafjörð, Dansfélagið Vefarinn og Kvennakórinn Embla.Tónleikunum lýkur á almennum dansi sem félagar í Vefaranum leiða, við undirleik harmonikuleikara í Félagi harmonikuunnenda við Eyjafjörð.
Aðgangseyrir: Kr. 2.800*

22:30 - 23:30  -  Samspilsstuð á Götubarnum

Fimmtudagur 31. maí

12:00 - 12:20  -  Hádegishugvekja, Bláa kannan
Umræður um menningarerfðir, þjóðlagatónlist og þjóðdansa

Bára og Chris17:00 - 18:30  -  Námskeið: Kórsöngur í Lundi, Hofi 
Komdu og syngdu í Vökukórnum íslensk þjóðlög, kvæðalög og kórlög eftir Báru Grímsdóttur undir stjórn tónskáldsins sjálfs. Allt vant söngfólk er velkomið og aðgangur er ókeypis, en þú þarft að skrá þig hér. Námskeiðið er framhald af námskeiðinu á sama tíma á miðvikudeginum. 

17:00 - 18:30  -  Námskeið: Íslenskir þjóðdansar í Dynheimum, Hofi
Félagar í Dansfélaginu Vefaranum kenna íslenska þjóðdansa. Allir velkomnir. Aðgangur ókeypis.

17:00 - 18:00  -  Tónar og tal á Bláu könnunni
Tríó Matti KallioTónlistarmenn Vöku spila, syngja og sitja fyrir svörum. Áhorfendur fá tækifæri til að fræðast um tónlist þeirra og hljóðfæri. Gestir dagsins eru frá Finnlandi: Tríó Matti Kallio, Eeva-Kaisa Kohonen og Anna Fält. Aðgangur ókeypis.

20:00 - 22:30  -  Kvöldtónleikar - England og Ísland, í Hömrum, Hofi
Marilyn Tucker, Paul Wilson, Kvæðamannafélagið Gefjuni, Matt Quinn og Spilmenn RíkínísTónleikunum líkur á almennum dansi sem ensku tónlistarmennirnir kenna og leiða.
Aðgangseyrir: Kr. 2.800*

Reykjavík Trad Sessions22:30 - 00:00  -  Samspilsstuð á Götubarnum

Föstudagur 1. júní

12:00 - 12:20  -  Hádegishugvekja, Bláa kannan
Umræður um menningarerfðir, þjóðlagatónlist og þjóðdansa

17:00 -  18:30  -  Námskeið: Kórsöngur í Lundi, Hofi
Komdu og syngdu í Vökukórnum íslensk þjóðlög, kvæðalög og kórlög eftir Báru Grímsdóttur undir stjórn tónskáldsins sjálfs. Allt vant söngfólk er velkomið og aðgangur er ókeypis, en þú þarft að skrá þig hér. Námskeiðið er framhald af námskeiðinu á sama tíma á miðvikudeginum og fimmtudeginum.

Strilaringen17:00 - 18:30  -  Námskeið: Þjóðdansar Noregs í Dynheimum, Hofi
Félagar í norska danshópnum Strilaringen kenna norska þjóðdansa við undirleik harðangursfiðluleikara. Allir velkomnir. Aðgangur ókeypis.

17:00 - 18:00  -  Tónar og tal á Bláu könnunni
Tónlistarmenn Vöku spila, syngja og sitja fyrir svörum. Áhorfendur fá tækifæri til að fræðast um tónlist þeirra og hljóðfæri. Gestir dagsins eru Spilmenn Ríkínís, Marilyn Tucker, Paul Wilson og Matt QuinnEnginn aðganseyrir

20:00 - 23:00  -  Kvöldtónleikar - Norrænt kvöld í Hömrum, Hofi
Anna FältFuni, Eeva-Kaisa Kohonen, félagar í Kvæðamannafélaginu Rímu, Anna Fält, Tríó Matti Kallio, norski danshópurinn Strilaringen ásamt harðangursfiðluleikurum. Tónleikunum líkur á almennum dansi sem norsku dansararnir kenna og leiða.
Aðgangseyrir: Kr. 2.800*

23:00 - ......  -  Samspilsstuð á Götubarnum

Laugardagur 2. júní

14:00 - ca. 16:00  -  Nemendatónleikar Tónlistarskólans á Akureyri í Hömrum, Hofi
TvísöngsbræðurNemendur og kennarar Tónlistarskólans á Akureyri spila og syngja það sem þau hafa lært á þriggja daga námskeiðum með tónlistarmönnum Vöku 30. maí - 1. júní. Einnig mun Vökukórinn syngja undir stjórn Báru Grímsdóttur. Allir velkomnir. Aðgangur ókeypis.

17:00 - 18:00  -  Tónar og tal á Bláu könnunni
Tónlistarmenn Vöku spila, syngja og sitja fyrir svörum. Áhorfendur fá tækifæri til að fræðast um tónlist þeirra og hljóðfæri. Gestir dagsins eru m.a. kvæðamenn.

20:00 - 01:00  -  Kveðjutónleikar Vöku og Sjómannadagsball Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð, í Hömrum, Hofi
SporiðTónlistarmenn Vöku koma fram í síðasta sinn: Funi, kvæðamenn, Marilyn og Paul, Matt Quinn, Tríó Matti Kallio, Eeva-Kaisa Kohonen, Anna Fält, Birgit Djupedal. Tónleikunum líkur með alvöru balli - Danshópurinn Sporið og harmonikuleikarar úr Borgarfirði hefja leikinn og félagar úr hópi harmonikuunenda við Eyjafjörð halda uppi fjörinu fram á nótt.
Aðgangseyrir: Kr. 3.000*

23:00 - ......  -  Samspilsstuð á Götubarnum

________________________________________

Miðasala

Þú getur keypt þér hátíðarkort sem veitir aðgang að öllum tónleikum Vöku eða keypt þig inn á staka kvöldtónleika:

Claire White

Hátíðarkort á Vöku 2018  -  kr. 9.000 *
Kvöldtónleikar 30. maí, 31. maí og 1. júní  -  kr. 2.800 *
Kveðjutónleikar og sjómannadagsball 2. júní  -  kr. 3.000 *
 
* 20% afsláttur er veittur fyrir eldri borgara, nemendur, atvinnuleitendur og öryrkja. Aflsáttarmiða er einungis hægt að kaupa í miðasölunni í Hofi gegn framvísun viðeigandi skilríkja.
 
Miðasala Vöku á Akureyri fer í gegnum miðasölu MAK í Hofi.
Miðasalan í Hofi er opin virka daga frá klukkan 12 - 18 og þremur klukkustundum fyrir viðburði.