England og Ísland, 31. maí

Vaka 31. maíFimmtudagskvöldið 31. maí kl. 20:00 í Hömrum, Hofi

Á þessum tónleikum koma fram Marilyn Tucker, Paul Wilson og Matt Quinn frá Englandi; Spilmenn Ríkínís frá Íslandi og félagar úr Kvæðamannafélaginu Gefjuni. Tónleikunum líkur á því að Marilyn og Paul kenna tónleikagestum enska dansa og stýra svo almennum dansi.

Marylin Tucker og Paul Wilson hafa búið og unnið saman í Devonsýslu á suðurvestur Englandi síðan á áttunda áratugnum og eru mjög reyndir tónlistarmenn sem deila ástríðu sinni á þjóðlögum.

Matt Quinn er enskur söngvari og fjölhæfur hljóðfæraleikari, sem er á hraðri leið með að vera þekkt nafn á enskum þjóðlagavettvangi. Hann spilar á takkaharmonikur, mandólín og fiðlu.

Spilmenn Ríkínís er fjölskylduhljómsveit frá Reykjavík, stofnuð 2006 og með fjölbreytta efnisskrá. Þau eru sérfræðingar í tónlist sem finnast í gömlum íslenskum handritum og sálmabókum, sem og íslenskri þjóðlagatónlist.

Kvæðamannafélagið Gefjun á Akureyri mun flytja rímu „Um nýja tíma“ eftir Hjálmar Freysteinsson lækni og hagyrðing á Akureyri og einnig "Rímu um glataða tíma"“ eftir Þórarinn Hjartarson, formann Gefjunar.

Aðgangseyrir kr. 2.800*

* 20% afsláttur er veittur fyrir eldri borgara, nemendur, atvinnuleitendur og öryrkja. Aflsáttarmiða er einungis hægt að kaupa í miðasölunni í Hofi gegn framvísun viðeigandi skilríkja.