Reykjavík

Anna FÄltÞjóðlagatónlist frá Finnlandi

Í Norræna húsinu 27. maí kl. 19:00

Aðgangseyrir kr. 2.500

Miðasala á tix.is og við innganginn

 

Með stuðningi frá Norræna húsinu og finnska sendiráðinu verða haldnir tónleikar með frábærum finnskum tónlistarmönnum í Norræna húsinu sunnudaginn 27. maí kl. 19:30. Tónleikarnir eru m.a. útgáfutónleikar Tríó Matti Kallio , Waltz for Better Times, en aðrir tónlistarmenn sem þar koma fram eru þjóðlagasöngkonan einstaka Anna Fält, og hinn frábæri kanteleleikari Eeva-Kaisa Kohonen.

Eeva-Kaisa KohonenAnna Fält frá Finnlandi opnar fyrir áheyrendum heillandi og margslunginn hljóðheim sænskra og finnskra þjóðlaga með röddinni einni saman!
Anna er einstaklega fjölhæfur söngvari, lagahöfundur og listamaður sem sérhæfir sig í að kanna fjölbreyttar sönghefðir frá Finnlandi, Svíþjóð og víðar og sameinar bjarta tóna sænska þjóðlagastílsins og djúpa og seiðandi raddbeitingu Austur-Evrópu. Hún er eins-manns-hljómsveit, syngur eins og þú hefur aldrei heyrt áður! Áhorfendur kynnast ekki aðeins hreinni, heillandi rödd heldur upplifa líka kraftinn og styrkinn í þessu stórkostlega hljóðfæri sem mannsröddin er.

Eeva-Kaisa Kohonen er rísandi stjarna í hinni fornu finnsku þjóðlagatónlist. Hún spilar á allar stærðir kantele, frá hinu einfalda fimm strengja hljóðfæri til hins stóra tónleikakantele sem getur verið með allt að fjörutíu strengi. Strengir kantele hljóma stundum eins og kirkjuklukkur sem óma yfir snæviþakið land eða þeir geta skapað áleitna og ójarðneska tóna sem láta áhorfendurm finnast eins og þeir séu milli svefns og vöku. Hljóðfæraleikur Eeva-Kaisa er bæði fallegur og afar hrífandi. 

Tríó Matti KallioMatti Kallio er einn af fjölhæfustu finnsku tónlistarmönnum sinnar kynslóðar. Hann spilar á díatóníska takkaharmóníku, fimmraða krómatíska hnappaharmonikku, ýmsar flautur og líka á gítar. 
Petri Hakala spilar á gítar og mandolín. Hann hefur verið virkur í finnska og alþjóðlega tónnlistargeiranum síðan í kringum 1980. 
Hannu Rantanen frá Helsinki er fjölhæfur kontrabassa spilari með fjölbreyttan áhuga á tónlist, allt frá jass og alþjóðlegri tónlist til leikhústónlistar og fleira. 
Plata tríósins, Waltz for Better Times, er með tónlist Matti Kallio sem er lífleg þjóðlagatónlist með jass áhrifum. Útsetningarnar nýta þétt, órafmagnað hljóðform tríósins en gefa líka nægt rými fyrir spuna og gáska. Ekki láta þetta einstaka tækifæri til að heyra tónlist af nýjustu plötu Matti Kallio framhjá þér fara,

Ekki láta þessa stókostlegu tónleika framhjá þér fara.