Kveðjutónleikar og sjómannadagsball

Laugardagskvöldið 2. júní kl. 20:00 í Hömrum, Hofi

Kveðjutónleikar - Sjómannadagsball

Glæsilegir kveðjutónleikar Vöku sem lýkur á balli í til heiðurs sjómannadeginum 3. júní

FuniBára Grímsdóttir og Chris Foster hófu samstarf sitt árið 2001. Síðan hafa þau keppst við að blása lífi í íslenska þjóðlagatónlist sem hefur leynst í gömlum upptökum og lítt þekktum bókum og handritum, auk þess sem þau hafa bætt við nýjum lögum í þjóðlegum stíl.

Kvæðamenn Gefjunar, Rímu og Iðunnar flytja allar tegundir þjóðtónlistar okkar íslendinga - þjóðlög, kvæðalög, fimmundasöng og tvísöngva. 

Marilyn og Paul hafa búið og unnið saman í Devonsýslu á suðurvestur Englandi síðan á áttunda áratugnum og eru mjög reyndir tónlistarmenn sem deila ástríðu sinni á þjóðlögum. 

Matt Quinn er enskur söngvari og fjölhæfur hljóðfæraleikari, sem er á hraðri leið með að vera þekkt nafn á enskum þjóðlagavettvangi. Hann spilar á takkaharmonikur, mandólín og fiðlu. 

Tríó Matti Kallio - Matti Kallio spilar á díatóníska takkaharmóniku, fimmraða krómatíska hnappaharmoniku, ýmsar flautur og líka á gítar. Hann er einn af fjölhæfustu finnsku tónlistarmönnum sinnar kynslóðar. Petri Hakala spilar á gítar og mandolín. Hann hefur verið virkur í finnska og alþjóðlega tónlistargeiranum síðan í kringum 1980. Hannu Rantanen frá Helsinki er fjölhæfur kontrabassa spilari með fjölbreyttan áhuga á tónlist, allt frá jass og alþjóðlegri tónlist til leikhústónlistar og fleira.

Eeva-Kaisa Kohonen er rísandi stjarna í hinni fornu finnsku þjóðlagatónlist. Hún spilar á kantele, hefðbundið strengjahljóðfæri sem finnst í Finnlandi og í löndum Austur-Eystrasaltsríkjanna.

Anna Fält frá Finnlandi opnar fyrir áheyrendum heillandi og margslunginn hljóðheim sænskra og finnskra þjóðlaga með röddinni einni saman! Anna er einstaklega fjölhæfur söngvari, lagahöfundur og listamaður sem elskar norræna þjóðlagatónlist.

Birgit Djupedal er langelekspilari frá Noregi sem tvinnar saman íslenska og norska þjóðlagatónlist á systurhljóðfærin langspil og langelek.

Danshópurinn Sporið var stofnaður í Borgarfirði árið 1995 og hefur það að markmiði að kynna íslenska danshefð. Á meðal þess sem hópurinn hefur á efnisskrá sinni eru vikivakar, valsar, rælar og gagndansar.

Tónleikunum líkur með alvöru sjómannadagsballi - Danshópurinn Sporið og harmonikuleikarar þeirra hefja leikinn og félagar úr hópi harmonikuunenda við Eyjafjörð halda uppi fjörinu fram á nótt.

Aðgangseyrir krónur 3.000*

* 20% afsláttur er veittur fyrir eldri borgara, nemendur, atvinnuleitendur og öryrkja. Aflsáttarmiða er einungis hægt að kaupa í miðasölunni í Hofi gegn framvísun viðeigandi skilríkja.