Upphafstónleikar og Vortónleikar 30. maí

Upphafstónleikar Vöku og vortónleikar Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð

Félag harmonikuunnenda við Eyjafjörð

Á tónleikunum koma fram tónlistarmenn Vöku og félagar í Félagi harmonikuunnenda við Eyjarfjörð, ásamt Dansfélaginu Vefaranum og kvennakórnum Emblu.

Einar Guðmundsson, harmonikuleikari mun frumflytja lag sitt Dansað við vindinn, sem hann samdi sérstaklega fyrir þennan viðburð.  

Tónleikunum lýkur með almennum dansi sem Dansfélagið Vefarinn leiðir, við undirleik harmonikuleikara í Félagi harmonikuunnenda við Eyjafjörð.

Dansfélagið Vefarinn samanstendur af hópi hressra manna og kvenna sem hafa gaman af að dansa og syngja.

Vaka 30 maíKvennakórin Embla hefur það að markmiði að taka til flutnings klassísk og nútíma verk fyrir kvennaraddir. Stofnandi og jafnframt stjórnandi kórsins er Roar Kvam.

Aðgangseyrir krónur 2.800*

* 20% afsláttur er veittur fyrir eldri borgara, nemendur, atvinnuleitendur og öryrkja. Aflsáttarmiða er einungis hægt að kaupa í miðasölunni í Hofi gegn framvísun viðeigandi skilríkja.