Anna Fält

Anna FältAnna Fält frá Finnlandi opnar fyrir áheyrendum heillandi og margslunginn hljóðheim sænskra og finnskra þjóðlaga með röddinni einni saman!

Anna Fält, frá Finnlandi tók fyrst þátt í Vöku árið 2015 og heillaði hún okkur með sínum stórkostlega raddstíl og raddsviði. Þegar við kvöddum hana þá vissum við að henni yrði boðið aftur mjög fljótlega.

Anna er einstaklega fjölhæfur söngvari, lagahöfundur og listamaður sem elskar norræna þjóðlagatónlist. Hún hefur lært þjóðlagatónlist í fjórum löndum og hefur ferðast víða erlendis og haldið einkatónleika. Anna sérhæfir sig í að kanna fjölbreyttar sönghefðir frá Finnlandi, Svíþjóð og víðar og sameinar bjarta tóna sænska þjóðlagastílsins og djúpa og seiðandi raddbeitingu Austur-Evrópu. 

Staðirnir sem hún hefur komið fram á eru einnig mjög mismunandi, allt frá stórum hátíðum til lítilla, í kirkjum, á þjóðlagahátíðum, í galleríum, börum, söfnum, litlum dagstofum og risastórum tónleikahúsum. Tónleikar Önnu eru óður til mannsraddarinnar. Hún er eins-manns-hljómsveit, syngur eins og þú hefur aldrei heyrt áður! Áhorfendur kynnast ekki aðeins hreinni, heillandi rödd heldur upplifa líka kraftinn og styrkinn í þessu stórkostlega hljóðfæri sem mannsröddin er.

Auk einkatónleika vinnur Anna við rannsóknir á þjóðlagatónlist, leiklist og þverfaglegri list. Hún syngur í tangókvartetti, heldur þjóðlagatónlistarnámskeið og er einnig sjálfstætt starfandi blaðamaður. Aðalvinna hennar er samt sem áður að vera einsöngvari þar sem hún þróar hið einstaka hugtak einsöngur án undirleiks.