Cheick Bangoura

Cheick BangouraTrommusláttur Afríku fyrir nemendur tónlistarskólans á Akureyri

Cheick Bangoura kemur á Vöku til að vera með námskeið fyrir nemendur Tónlistarskólans á Akureyri í afrískum trommuslætti og dansi. Námskeiðið verður miðvikudagur kl. 17:00-18:30 í Nausti og fimmtud. og föstud. kl. 16:00 – 17:30 í Hömrum. Þetta er einn námskeiðshópur sem hittist þrisvar sinnum. Námskeiðinu líkur með nemendatónleikum í Hömrum, Hofi, laugardaginn 2. júní og hefjast þeir kl. 14:00.

Cheick Bangoura er frá Gíneu í Vestur Afríku. Cheick er uppalinn við dans og tónlist og lærði hjá pabba sínum, Moustapha Bangoura, sem er með dans- og trommuskóla í Guineu. Cheick er mjög fær trommari og tónlistarmaður og hefur fengið frábæra dóma bæði í sínu heimalandi og hér á Íslandi. Auk þess að spila í afrótímunum spilar Cheick með ýmsum hljómsveitum og kennir á trommur. Hann hefur kennt í kramhúsinu, sporthúsinu, Listaháskólanum og fleiri stöðum.  Hann vinnur við það að kenna afrískan trommuslátt og dans.