Eeva-Kaisa Kohonen

Eeva-Kaisa KohonenEeva-Kaisa Kohonen er rísandi stjarna í hinni fornu finnsku þjóðlagatónlist. Hún spilar á kantele, hefðbundið strengjahljóðfæri sem finnst í Finnlandi og í löndum Austur-Eystrasaltsríkjanna. 

Eeva-Kaisa spilar á allar stærðir kantele, frá hinu einfalda fimm strengja hljóðfæri til hins stóra tónleikakantele sem getur verið með allt að fjörutíu strengi. Hljóðfæraleikur Eeva-Kaisa er bæði fallegur og afar hrífandi. Strengir kantele hljóma stundum eins og kirkjuklukkur sem óma yfir snæviþakið land eða þeir geta skapað áleitna og ójarðneska tóna sem láta áhorfendurm finnast eins og þeir séu milli svefns og vöku.

Hún lærði á kantele og píanó í eitt ár í Sibelius Academy´s Junior Academy. Árið 2012 útskrifaðist hún frá Centria University of Applied Sciences, þar sem hún lærði hefðbundinn söng ásamt því að spila á nokkur hljófæri m.a. jouhikko (bogahörpu), tveggja raða harmoniku, fiðlu, gítar og orgel. Á meðan hún var í námi sem skiptinemi við University of Tartu, Viljandi Culture Academy í Eistlandi, lærði hún á kannel (eistnesku útgáfuna af kantele) og á eistnesku sekkjapípuna. Eeva-Kaisa býr í Suður-Finnlandi og vinnur nú að nýrri sólóplötu. Hún semur og kemur fram í nokkrum vinsælum upptökum eins og „Erkki ja tytöt“ sem var valin Kantele plata ársins 2011 af Kanteleliitto, finnsku kantele samtökunum.  Verk hennar „Brelo“, „Ostrobothnian Folk Orchestra“ og „Erkki ja tytöt“ hafa hlotið fjölmörg verðlaun. Fjölhæfni hennar og vald hennar á ólíkum tónstílum hlutu viðurkenningu árið 2015 í Alþjóðlegu Kantelekeppninni þar sem hún fékk í sérstök verðlaun plötusamning við Kansanmusiikki-instittuutti, Finnsku tónlistarstofnunina. Platan Ostrobothnian Folk Orchestra „1“ var tilnefnd sem Ethno Albúm ársins 2016 á Emma Gala hátíðinni í Finnlandi. 

Samhliða vaxandi frægð hefur Eeva-Kaisa unnið við kennslu síðan 2010 og erum við mjög ánægð með að tilkynna að hún mun leiða kantele vinnustofu fyrir byrjendur á Vöku.

Horfið á Eeva-Kaisa spila á tónleika kantele hér fyrir neðan (Video frá Claudia Kuhn).

Eeva-Kaisa ásamt Katja Nyuppieva á Norræna hörpufundinum 2018 (Video frá Claudia Kuhn).