Félag harmoníkuunnenda við Eyjafjörð

Félag harmonikuunnenda við EyjafjörðFélag harmoníkuunnenda við Eyjafjörð var stofnað 5. október 1980 og voru stofnfélagar 40. Tilgangurinn með stofnun félagsins var að mynda vettvang fyrir unnendur alþýðutónlistar  og harmonikuleiks. Í fyrstu snérist starfsemi félagsins aðallega um svokallaðar sunnudagsskemmtanir auk þess að fyrstu árin voru að meðaltali 3-4 dansleikir á vetri auk árshátíðar. Frá fyrstu árum hefur FHUE haldið úti hljómsveit harmonikuleikara, fyrst undir stjórn Karls Jónatanssonar, en nú síðustu ár hefur Roar Kvam séð um hljómsveitarstjórn. Síðustu ár hefur FHUE auk dansleikja og rekstur hljómsveitar, staðið fyrir ásamt HFÞ, árlegum hamonikuhátíðum á Breiðumýri í Reykjadal, þar til fyrir ári að hátíðin var flutt að Ýdölum í Aðaldal. Allt félagsstarf fer fram í eigin húsnæði FHUE að Laxagötu 5 á Akureyri.