Funi - Bára Grímsdóttir og Chris Foster

Bára Grímsdóttir og Chris Foster hófu samstarf sitt árið 2001. Síðan hafa þau keppst við að blása lífi í íslenska þjóðlagatónlist sem hefur leynst í gömlum upptökum og lítt þekktum bókum og handritum, auk þess sem þau hafa bætt við nýjum lögum í þjóðlegum stíl. Flest laganna voru sungin án nokkurs undirleiks áður fyrr en FUNI bætir hljóðfæraleiknum við. Þau nota gítar, kantele og hammer dulcimer, auk gömlu íslensku hljóðfæranna, langspils og íslenskrar fiðlu og einnig fylgir oft tónlist þeirra mögnuð skyggnimyndasýning með gömlum og nýjum myndum. Þau flytja kvæðalög, tvísöngslög, sálma og enskar ballöður, útsetja allt sjálf og hafa haldið námskeið og komið fram á ýmsum hátíðum og tónleikum, einnig í útvarpi, hér heima og víða í Evrópu, Norður-Ameríku og Kína.

FuniBára söng- og kvæðakona, er einn virtasti flytjandi íslenskra þjóðlaga og nýtur einnig mikillar virðingar sem tónskáld. Hún ólst upp við söng og kveðskap, heyrði og lærði, allt frá barnæsku, kveðskap foreldra sinna og afa og ömmu í Grímstungu í Vatnsdal. Bára hefur lengi fengist við flutning á kvæðalögum og margs konar íslenskri þjóðlagatónlist, bæði veraldlegri og trúarlegri. Hún hefur unnið með ýmsum kvæðamönnum og tónlistarfólki og sem tónskáld og útsetjari hefur Bára iðulega nýtt sér íslensk þjóðlög sem uppsprettu eigin sköpunar.

Chris ólst upp í Somerset á Suðvestur-Englandi. Hann er tvímælalaust frábær flytjandi enskrar þjóðlagatónlistar. Síðastliðin 40 ár hefur Chris haldið ótal tónleika á Bretlandseyjum, en einnig farið í tónleikaferðir víðsvegar um Evrópu, Bandaríkin og Kanada. Hann hefur gefið út sex plötur með eigin söng og gítarundirleik en einnig tekið þátt í mörgum samstarfsverkefnum. Lifandi tónlistarflutningur Chris einkennist af kraftmiklum söng og góðum gítarleik, sem styrkist enn frekar af fágaðri fyndni hans og eldmóði. Með þessu tekst honum að draga áheyrendur sína inn í sagnaheiminn sem hann skapar með söngvunum.

Flúr CDFlúr er nýr hljómdiskur frá dúettinum Funa, þeim Báru Grímsdóttur og Chris Foster, sem kom út 2. apríl 2013 og inniheldur lítt þekkta, gullfallega, íslenska þjóðlagatónlist. Á diskinum Flúr er að finna nokkur ný lög eftir Báru sem fæst hafa verið hljóðrituð til útgáfu fyrr. Meirihlutinn eru þó kvæðalög, tvísöngslög og sálmalög sem fundist hafa í ýmsum gömlum heimildum og eru flutt í útsetningum Báru og Chris. Textarnir eru bæði nýir og gamlir, allt frá þjóðkvæðum og sálmum frá 16. öld til kvæða eftir Grím Lárusson frá Grímstungu, föður Báru. Umgjörð disksins er vönduð og með honum fylgir 32 bls. bæklingur á íslensku og ensku. Bára og Chris syngja bæði og auk þess leikur Bára á finnskt kantele, en Chris spilar á gamla íslenska hljóðfærið, langspil, enskt hammer dulcimer og á gítar, sem er þó stilltur öðruvísi en venjulegt er. Með þeim koma einnig fram Birgir Bragason sem leikur á kontrabassa, Lárus Halldór Grímsson á klarínett, Andri Eyvindsson á saxafón og söngvarinn Hafsteinn Þórólfsson.

Here are some comments about FUNI’s music:
It’s not every day that an unfamiliar, yet readily accessible new tradition comes along, so check this out.
Nick Beale, fROOTS magazine

Singly, each singer is a great presenter of the music of a native island, but as a duo with great skill and musicality, they transform the music of their islands into universals.
Concert review for the Folk Society of Greater Washington, USA

Bára Grímsdóttir and Chris Foster, quite frankly were something else! Their work is an authoritative mixture of Icelandic and English traditional singing and music... and it's as good as it gets! “They are just wonderful!”
Keith Kendrick, reviewing Funi in concert, England

“I would be happy to speak with any venue or promoter in support of hiring Funi”
Chris Foster and Bára Grímsdóttir were stellar members of our teaching and performing faculty in the summer of 2004, ’05, ’08, ’11, ’13 and 2014. The duo's performances both on festival stages and in workshops were top-notch and well-received.
Walt Michael, Executive Director Common Ground on the Hill, Maryland, USA

“Funi puts the Icelandic folk music culture on the map of world music.”
Funi is a magnificent album, not only because of the music, but also because of the excellent lyrics and introductions to the songs in a folding digipak and 36 page booklet filled abundantly with old photographs. Funi is not only a feast for the eye, but also for the ears…. the CD remains fascinating from beginning to end.
Marius Roeting, New Folk Sounds magazine, Netherlands