Marilyn Tucker og Paul Wilson

Marilyn og PaulMarilyn Tucker og Paul Wilson hafa búið og unnið saman í Devonsýslu á suðvestur Englandi síðan á áttunda áratugnum þegar þau stofnuðu og stýrðu vinsælum tónlistarsamtökum, Wren Music, þar sem þau settu upp hverskonar tónlistarviðburði og tækifæri í bæjum og þorpum sýslunnar. Þau eru mjög reyndir tónlistarmenn og eru nú að snúa sér aftur að því að koma fram sem dúett sem nýtur einskis betur en að deila ástríðu sinni fyrir frábærum þjóðlögum með áheyrendum af öllum stærðum og á öllum aldri.

Devonræturnar eru sterkar í söng- og sögukonunni Marilyn Tucker. Söngva sína og sögur hefur hún lært hjá foreldrum sínum, úr bókum og handritum og hjá fólki sem hún hittir. Hún syngur oft lög um sterkar konur og flest einsöngslög hennar segja sögur af aðstæðum í lífi kvenna. Marilyn er um þessar mundir að vinna að nýrri söngsýningu sem hyllir konur í gegnum aldirnar, með dóttur sinni, Amy Wilson og söngkonunni og tónskáldinu Söruh Owen.

Fjöltónlistarmaðurinn og söngvarinn Paul Wilson notar tónlistarhæfileika sína til að bera á borð sögur og aðstæður fólksins sem hann syngur um. Paul útsetur sterkar og eftirtektarverðar raddsetningar fyrir sig og Marilyn. Aðalhljóðfæri Pauls eru harmónika og gítar en hann spilar líka á fiðlu og ásláttarhljóðfæri. Hann sýnir einnig frábæra takta á boogie-woogie píanó þegar hann kemur fram með syni sínum, Paul Tucker, sem leikur á rafmagnsgítar, á opnum kvöldum í vestur Devon.

Tónlistarlandslagið sem þau tilheyra er fjölbreytt og tengt lífinu í Devon, þjóðlagatónlist,  tónsmíðum, baráttusöngvum og söngvum um nútímalegri málefni. Saman ætla þau að eyða því sem eftir lifir ævinnar við að syngja og semja lög til að skapa betri heim.