Matt Quinn

Matt QuinnÍ kjölfar útskriftar hans úr þjóðlaga- og hefðbundnum tónlistaráfanga frá Newcastle University árið 2012 er Matt Quinn, hinn enski söngvari og fjölhæfi hljóðfæraleikari, á hraðri leið með að vera þekkt nafn á enskum þjóðlagavettvangi. Söngstíll hans er einlægur og oft á tíðum gamansamur. Hann spilar á takkaharmónikur, mandólín og fiðlu. Þar sem hann hefur spilað á hátíðum eins og Glastonbury og World of Music, Arts and Dance (WOMAD) í Bretlandi, er hann áhugasamur um að koma efni sínu enn frekar á framfæri víða um heim. Nýja sólóplata Matts, „The Brighton Line“ sem gefin var út á síðasta ári, samanstendur eingöngu af hefðbundnum lögum frá heimahéraði hans Sussex, á suðaustur Englandi. 

Samhliða sólóferli hans hefur hljómsveit Matts, The Dovetail Trio, komið fram í þættinum In Tune á BBC Radio 3 og spilar reglulega á breskum þjóðlagaklúbbum og hátíðum. Matt spilar einnig með keltnesku þjóðlagasveitunum The Discussion Topic, Geckoes og English String Band. 

Matt er algjörlega sjálfmenntaður á takkaharmónikuna (Anglo concertina) sem er er lítið hljóðfæri í harmonikufjölskyldunni, kunn fyrir sinn auðþekkjanlega enska hljóm. Vegna sinna fjölbreyttu hæfileika á tónlistarsviðinu hefur hann verið í læri hjá sumum af aðaltónlistarmönnum breska þjóðlagavettvangsins, t.d. John Spiers, Saul Rose og Andy Cutting á takkaharmóníku, Stewart Hardy á fiðlu og lært söng hjá Söndru Kerr og Janet Russel. 

Hér má hlusta á Matt spila The British American Polka. Hann kallar hann “eitt af bestu lögum í heiminum“