Reykjavík Trad Session

Reykjavík Trad SessionReykjavík Trad Session er óformlegur hópur tónlistarmanna sem hittast til að spila og syngja sama þjóðlagatónlist – aðallega sænska, ameríska, írska, skoska og íslenska auk tónlistar frá öðrum löndum umhverfis Atlantshafið.

Fastir meðlimir hópsins koma frá ýmsum löndum, s.s. Skotlandi, Spáni, Finnlandi, Bandaríkjunum, Englandi og Íslandi. Þeir spila á ýmis hljóðfæri s.s. banjó, mandolín, gítar, sekkjapípur, langspil, íslenska fiðlu og mismunandi tegundir af harmonikum og flautum.

Vikulegar samspilsstundir Reykjavík Trad Session hafa átt sér stað í þó nokkur ár og hittast þeir núna á þriðjudagskvöldum kl. 20:00, á barnum Drunk Rabbit að Austurstræti 10 í Reykjavík.

Allir eru velkomnir á samspilsstundirnar og oft slást í hópinn erlendir tónlistarmenn og áhugamenn um þjóðlagatónlist sem eru að sækja Reykjavík heim.