Tríó Matti Kallio

Tríó Matti KallioMatti Kallio spilar á díatóníska takkaharmóniku, fimmraða krómatíska hnappaharmoniku, ýmsar flautur og líka á gítar. Hann er einn af fjölhæfustu finnsku tónlistarmönnum sinnar kynslóðar. Sem fjölhæfur tónlistarmaður, höfundur, skipuleggjandi og framleiðandi, hefur hann komið fram á yfir eitthundrað plötum á ferli sínum. Í mörg ár var hann meðlimur í finnsku þjóðlagahljómsveitinni Värttianä og var framleiðandi og aðstoðarhöfundur á tveimur síðustu plötum þeirra. Árið 2018 mun hann gefa út fyrstu sólóplötu sína „Waltz for Better Times“ með Petri Hakala á gítar og mandolín og Hannu Rantanen á kontrabassa. Sérstakur gestur verður Maria Kalaniemi. 

Waltz for Better Times inniheldur tónlist Matti Kallio með líflegum þjóðlaga/jass áhrifum. Útsetningarnar nýta þétt, órafmagnað hljóðform tríósins en gefa líka nægt rými fyrir spuna og gáska. Við erum ánægð með að tríóið kemur fram á Vöku og mun veita okkur öllum sjaldgæft tækifæri til að heyra tónlist af nýjustu plötu Matti í lifandi flutningi á Íslandi í fyrsta skipti. 

Matti býr nú í Hafnarfirði og spilar reglulega á „Reykjavík Trad Sessions“ á þriðjudagskvöldum á barnum Drunken Rabbit í Austurstræti í Reykjavík. Horfið á hann takast á við nokkur flókin írsk danslög hér

Petri Hakala spilar á gítar og mandolín. Hann hefur verið virkur í finnska og alþjóðlega tónlistargeiranum síðan í kringum 1980. Hann hefur meðal annars unnið með Maria Kalaniemi, Frigg, Ottopasuuna, Markku Lepistö, Unto Tango Orchestra og Värttinä. Hann hefur líka kennt við Sibelius Academy Folk Music Department frá 1990 til 2000. Petri hefur gefið út tvær sólóplötur, Kirjo (1990) og Trad (2007). 

Hannu Rantanen frá Helsinki er fjölhæfur kontrabassa spilari með fjölbreyttan áhuga á tónlist, allt frá jass og alþjóðlegri tónlist til leikhústónlistar og fleira. Hann hefur unnið með Jukka Linkola Tentet, Umo Jazz Orchestra, Värttinä, Unto Tango Orchestra, Pepa Päivinen Trio, Joonas Widenius og Viktoriu Tolstoy.