Námskeið

StrilaringenÁ hverri Vöku hátíð halda listamenn Vöku fjölda námskeiða og að þessu sinni verða haldin 12 námskeið.

10 þriggja daga námskeið með tónleikum á fjórða degi eru haldin eingöngu fyrir nemendur og kennara Tónlistarskólans á Akureyri. 

Fyrir almenning er boðið upp á tvö námskeið:

Þriggja daga kórnámskeið sem Bára Grímsdóttir stjórnar og líkur því með tónleikum á fjórða degi, laugardeginum 2. júní

Námskeið í íslenskum þjóðdönsum 31. maí og norskum þjóðdönsum 1. júní. Í lokin á öllum kvöldtónleikum Vöku verður boðið upp í dans - 30. maí stýrir Vefarinn dansinum við undirleik harmonikuleikara í Félagi harmonikuunnenda við Eyjafjörð; 31. maí kenna Marilyn og Paul enska dansa við undirleik Matt Quinn og Paul Wilsons; 1. júní verða norskir dansar við undirleik harðangursfiðluleikara; 2. júní leiðir Sporið dansinn inn í nóttina.

Sjá nánar um þessi námskeið á sérstökum síðum hér til vinstri.

Vefarinn