Námskeið: Íslenskir þjóðdansar

VefarinnKomdu og lærðu að dansa íslenska þjóðdansa með félögum úr Vefaranum.

Dansfélagið Vefarinn var stofnað árið 2004 og á því 14 ára starfsafmæli í ár. Meginhlutverk félagsins er að kanna og kynna þær menningarhefðir, sem þjóðin á í þjóðdönsum og öllu, sem að þeim lýtur. Einnig hafa stjórnendur fundið nýrri lög og notað við þau sporin úr eldri dönsum. Á námskeiðinu kenna þau sporin í léttum söngdönsum, t.d. við Sprengisand sem allir kunna að syngja.

Námskeiðið verður fimmtudaginn 31. maí kl. 17:00 - 18:30 í Dynheimum á annarri hæði Hofi.

Aðgangur er ókeypis en skráningar er krafist. Vinsamlegast skráðu þig hér.