Námskeið: Kórsöngur

Bára Grímsdóttir kvæðakonaÁ Vöku 2018 verður boðið upp á kórnámskeið þar sem söngvarar læra og æfa þjóð- og kvæðalög útsett fyrir kór, ásamt kórlögum eftir Báru Grímsdóttur, tónskáld og kvæðakonu. Bára er alin upp við kveðskap og menntuð sem tónskáld og kemur hin rammíslenska kvæðalagahefð berlega fram í kórverkum hennar. Bára stýrir námskeiðinu svo þetta er einstakt tækifæri fyrir söngvara að kynnast kórlögum Báru frá fyrstu hendi. 

Námskeiðið er 30. maí - 1. júní, kl. 17:00 - 18:30 í Lundi á annarri hæð í Hofi

Allt söngfólk er hjartanlega velkomið og aðgangur er ókeypis - skráðu þig á námskeiðið hér

Námskeiðsefni:

Þjóðlög/kvæðalög: 

Lotning (Þýtur í stráum) í útsetningu Sigurðar Rúnars Jónssonar - lagið er í nýtúkominni bók Iðunnar, Segulbönd Iðunnar.

Bí bí og blaka í útsetningu Báru Grímsdóttur - lagið er í nýtúkominni bók Iðunnar, Segulbönd Iðunnar.

Lög eftir Báru:

Ég vil lofa eina þá

Gott ár oss gefi