Námskeið: Norskir þjóðdansar

StrilaringenStrilaringen danshópurinn var stofnaður árið 1976 í Norður-Hörðalandi, sem er landsvæðið norður af Bergen, í vesturhluta Noregs. Tilgangurinn með stofnun hópsins var að halda lífi í norskum þjóðdönsum, tónlistar- og sönghefðum.

 Á síðustu fjörutíu árum hefur hópurinn tekið þátt í hátíðum víðsvegar um Evrópu og meira að segja ferðast alla leið til Tyrklands og Minnesota í Bandaríkjunum. Sjálf hafa þau svo haldið átta alþjóðlegar þjóðdansahátíðir í Norður-Hörðalandi sem gestahópar frá mörgum Evrópulöndum hafa heimsótt. Hópurinn hefur sérstaklega gaman af hópdönsum þar sem þau geta deilt dönsum sínum með erlendum vinum og allir læra og kenna hverjir öðrum. Þau hlakka til að kenna ýmsa af norsku dönsunum sínum á Vöku.

Námskeiðið verður föstudaginn 1. júní kl. 17:00 - 18:30 í Dynheimum á annarri hæð í Hofi. Aðgangur er ókeypis en skráningar er krafist. Vinsamlegast skráðu þig hér.

Viðfangsefni námskeiðsins:

Þjóðlag, söngdans:
Við byrjum á því að kenna fyrsta dansinn sem við dönsum á sýningunni á föstudagskvöldiðnu, en hann heitir Ola Glomstulen. Þetta er gamalt þjóðlag með kómískum texta sem lýsir undirbúningi fyrir brúðkaup Ola Glomstulen.

Þjóðdansar við undirleik harðangursfiðlunnar:
Familievalsen: Rólegur hringdans þar sem dansarar skipta um dansfélaga.
Højevalsen: Vals úr heimahéraði okkar. Þetta er hringdans þar sem einnig er skipt um dansfélaga
Åttepardansen: Reinlender hringdans úr heimahéraði okkar. Tvö pör leiða dansinn og hinir herma eftir.

Ef það er meiri tími og áhugi fyrir því að læra meira, þá munum við kenna fiðludansana Krabbelur, Hopsa frå Ogndalen og tvo söngdansa sem heita Dar står ein friar og Eg ser på deg.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Félagar í Strilaringen