Námskeið

9 námskeið í söng, dansi, hljóðfæraleik og handíðum hjá frábærum listamönnum Vöku 

Jo Einar JansenViltu læra að syngja yfirtónasöng, norsk danslög eða íslenska tvísöngva?
Ef þú spilar á harmonikku, tréblásturs- eða strengjahljóðfæri getur þú lært írsk, skosk, íslensk og eistnesk þjóðlög.
Svo getur þú líka komið með hljóðfæri þitt á níunda námskeiðið og spilað íslensk danslög í hljómsveit.

Námskeiðskort (4 námskeið): kr. 6.000 / 4.500* (3.000 með hátíðarpassa)
Námskeið: kr. 2.000 / 1.500* (1.000 með hátíðarpassa)
50% afsláttur af námskeiðskorti og námskeiðum ef þú kaupir hátíðarkort líka - keyptu hvoru tveggja hér.

* Afsláttur er veittur fyrir eldri borgara, börn, nemendur í fullunámi, atvinnulausa og öryrkja.

Marit & SteinFIMMTUDAGUR 16. júní

Námskeið 1

Staður: Deiglan í Listagilinu
Stund:
 10:00 - 12:00
Söngur: Tvísöngvar og dans sönglög frá Noregi með Guðrúnu Ingimundardóttur, Stein Villa og Marit Steinsrud.
Engrar söngreynslu er krafist.
Verð: 2.000 / 1.500*

Námskeið 2

Joanna HydeStaður: Tónlistarskólinn á Akureyri, Hofi
Stund: 
10:00 - 12:00
Strengjahljóðfæri: 
Fiðlulög frá Írlandi, Bandaríkjunum og Noregi með Joanna Hyde og Jo Einar Jansen. 
Nemendur þurfa að minnsta kosti að vera á lokastigi grunnáms
Verð: 
2.000 / 1.500*

Námskeið 3

Tadhg Ó MeachairStaður: Tónlistarskólinn á Akureyri, Hofi
Stund: 10:00 - 12:00
Harmonikka: Írsk og eistnesk þjóðlög fyrir harmonikku með Tadhg O Meachari og Ave Kara Sillaots
Nemendur þurfa að minnsta kosti að vera á lokastigi grunnáms.
Verð: 2.000 / 1.500*

Eftir námskeiðin verður samspils- og samsöngsstund á Amtsbókasafninu í Brekkugötu. Þangað eru allir velkomnir til að spila og syngja með listamönnum Vöku eða bara njóta tónlistarinnar yfir góðum hádegismat.

Námskeið 4

Staður: Dyngjan-listhús í Eyjafjarðarsveit
Stund: 14:00 - 16:00
Handíðir: Saumaðu þér lausavasar eða armband með Höddu
Verð: 2.000 / 1.500* og efniskostnaður

FÖSTUDAGUR 17. júní

VassvikNámskeið 5

Staður: Deiglan í Listagilinu
Stund: 10:00 - 12:00
Söngur: Kveðskapur, joik og yfirtónasöngur með Báru Grímsdóttur og Torgeir Vassvik. Engrar söngreynslu er krafist.
Verð: 2.000 / 1.500*

Námskeið 6

MharhiStaður: Tónlistarskólinn á Akureyri, Hofi
Stund: 
10:00 - 12:00
Tréblásturshljóðfæri: 
Danslög frá Danmörku, Íslandi, Skotlandi og Írlandi með Benjamin Bech og Mharhi Baird. Nemendur þurfa að minnsta kosti að vera á lokastigi grunnáms.
Verð: 
2.000 / 1.500*

Eftir námskeiðin verður samspils- og samsöngsstund á 1862 Nordic Bistro í Hofi. Þangað eru allir velkomnir til að spila og syngja með listamönnum Vöku eða bara njóta tónlistarinnar yfir góðum hádegismat. 

Námskeið 7

Barnaby WaltersStaður: Óstaðfest hvar þetta námskeið verður
Stund: 14:00 - 16:00
Dans: Balfolk dansnámskeið með lifandi tónlist. Kennarar eru Barnaby Walters frá Englandi og Benjamin Bech frá Danmörku. Engrar dansreynslu er krafist.
Aðgangur ókeypis 

LAUGARDAGUR 18. júní

Námskeið 8

Bára GrímsdóttirStaður: Deiglan Í Listagilinu
Stund:
 10:00 - 11:30
Söngur: Söngnámskeið fyrir börnin, mömmu, ömmu, afa og pabba - þulur, barnagælur og stemmur. Kennarar eru Bára Grímsdóttir og Rósa Jóhannesdóttir. Engrar söngreynslu er karfist.
Verð: 2.000 / 1.500*

Námskeið 9

Benjamin BechStaður: Tónlistarskólinn á Akureyri, Hofi
Stund: 10:00 - 12:00
Hljóðfæri / hljómsveit: Komdu með hljóðfærið þitt og lærðu að spila íslensk danslög. Kennari er Benjamin Bech en aðrir listamenn Vöku verða með. Nemendur þurfa að minnsta kosti að vera á lokastigi grunnáms. 
Verð: 2.000 / 1.500*

Eftir námskeiðin verður samspils- og samsöngsstund á 1862 Nordic Bistro í Hofi. Þangað eru allir velkomnir til að spila og syngja með listamönnum Vöku eða bara njóta tónlistarinnar yfir góðum hádegismat.

* Aflsáttur er veittur fyrir eldri borgara, námsmenn, atvinnulausa og öryrkja.

----------------------------------------

Hæfniskröfur: 
Flest námskeiðin henta öllum og krefjast ekki nótnalesturs, en sum námskeiðanna krefjast þess að nemendur séu með nokkra þekkingu á hljóðfærið sitt. Mælt er með því að nemendur komi með upptökutæki - snjallsími dugar - til að taka upp laglínur og leiðbeiningar kennaranna. 

Fjöldi: 
Til að tryggja að nemendur njóti námskeiðanna og læri hver við sitt hæfi, verður nemendafjöldi hvers námskeiðs takmarkaður.

styrktaraðilar